Búa sig undir samkeppni
Hitaveita Suðurnesja hyggst seilast eftir viðskiptavinum annarra orkuveita á landinu komi ný orkulög sem kynnt voru á nýafstöðnu þingi verða samþykkt í haust. visir.is greindi frá.
Talið er að landslagið í orkumálum landsmanna muni taka stakkaskiptum komi lögin til með að verða samþykkt af Alþingi og að samkeppni um kúnna aukist umtalsvert.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að miðað við núverandi fyrirkomulag verða allir Suðurnesjamenn að kaupa sitt rafmagn af Hitaveitunni og allir Reykvíkingar að sitt rafmagn frá Orkuveitunni. Verði lögin samþykkt komi þetta þó til með að breytast þar sem kúnnar munu þá geta valið sér sitt þjónustuaðila.
"Ef þessu verður breytt munum við vinna í þessu kerfi, hversu vitlaust eða óvitlaust sem það kann að vera. Við leitum að öllum viðskiptatækifærum sem munu hugsanlega skapast í því kerfi. Ef það er að selja rafmagn til einhverra viðskiptavina í Reykjavík eða á Akureyri -- hvar sem er -- þá gerum við það," sagði Júlíus.
Breytingunum munu þó ekki fylgja eintóm hagkvæmni fyrir kúnna þar sem mögulegt er að skipta þurfi fyrirtækjum upp í nokkrar einingar svo að hægt sé að fylgja lögunum -- allt með tilheyrandi kostnaði. Lögunum geta einnig fylgt tæknileg vandkvæði þar sem nú eru raflínur í jörðu niðri í flestum tilvikum í eigu orkuveitna. Júlíus segir að útilokað sé að orkuveitur fari að leggja nýjar raflínur í jörðu við hlið annarra lína.
"Okkur hefur gengið erfiðlega að fá skýringar á sumu af því sem í frumvarpinu er en eins og þetta blasir við okkur þá getum við þurft að skipta þessu fyrirtæki upp í þrjú, fjögur. Ég sé fram á að geta aukið hérna kostnað um einhverja tugi prósenta. Það sama er uppi á teninginum í Reykjavík," sagði Júlíus.
Nýju orkulögin verða lögð fyrir haustþingið og segja fulltrúar iðnaðarráðuneytisins að væntanlega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim áður um þau verða greidd atkvæði. Verði lögin að veruleika munu þau taka gildi 1. júlí n.k.
Talið er að landslagið í orkumálum landsmanna muni taka stakkaskiptum komi lögin til með að verða samþykkt af Alþingi og að samkeppni um kúnna aukist umtalsvert.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að miðað við núverandi fyrirkomulag verða allir Suðurnesjamenn að kaupa sitt rafmagn af Hitaveitunni og allir Reykvíkingar að sitt rafmagn frá Orkuveitunni. Verði lögin samþykkt komi þetta þó til með að breytast þar sem kúnnar munu þá geta valið sér sitt þjónustuaðila.
"Ef þessu verður breytt munum við vinna í þessu kerfi, hversu vitlaust eða óvitlaust sem það kann að vera. Við leitum að öllum viðskiptatækifærum sem munu hugsanlega skapast í því kerfi. Ef það er að selja rafmagn til einhverra viðskiptavina í Reykjavík eða á Akureyri -- hvar sem er -- þá gerum við það," sagði Júlíus.
Breytingunum munu þó ekki fylgja eintóm hagkvæmni fyrir kúnna þar sem mögulegt er að skipta þurfi fyrirtækjum upp í nokkrar einingar svo að hægt sé að fylgja lögunum -- allt með tilheyrandi kostnaði. Lögunum geta einnig fylgt tæknileg vandkvæði þar sem nú eru raflínur í jörðu niðri í flestum tilvikum í eigu orkuveitna. Júlíus segir að útilokað sé að orkuveitur fari að leggja nýjar raflínur í jörðu við hlið annarra lína.
"Okkur hefur gengið erfiðlega að fá skýringar á sumu af því sem í frumvarpinu er en eins og þetta blasir við okkur þá getum við þurft að skipta þessu fyrirtæki upp í þrjú, fjögur. Ég sé fram á að geta aukið hérna kostnað um einhverja tugi prósenta. Það sama er uppi á teninginum í Reykjavík," sagði Júlíus.
Nýju orkulögin verða lögð fyrir haustþingið og segja fulltrúar iðnaðarráðuneytisins að væntanlega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim áður um þau verða greidd atkvæði. Verði lögin að veruleika munu þau taka gildi 1. júlí n.k.