Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

BS kallaðir til aðstoðar í Grindavík
Miðvikudagur 9. febrúar 2005 kl. 16:03

BS kallaðir til aðstoðar í Grindavík

Brunavarnir Suðuresja hafa sent tækjabíl og körfubíl til Grindavíkur til að aðstoða slökkvilið Grindavíkur í baráttu við eldinn sem braust út í fiskimjölsverksmiðju Samherja fyrir stundu. Björgunarsveitin Þorbjörn er einnig á vettvangi.

Talið er að sprenging í þurrkara hafi orsakað brunann. Eldurinn er gífurlegur og sést reykjarmökkurinn allt til Reykjanesbæjar.

Ekki hefur enn borist fréttir af slysum á fólki.

Þorsteinn Kristjánsson, ljósmyndari Víkurfrétta, náði þessum myndum fyrir nokkrum mínútum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024