Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brýnt að fjölga nemendum í tæknigreinum á háskólastigi
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ávarpaði afmælishátíð Keilis. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 8. maí 2017 kl. 09:45

Brýnt að fjölga nemendum í tæknigreinum á háskólastigi

Keilir hefur staðið undir væntingum og gott betur - segir háskólarektor

„Það er afar brýnt að fjölga nemendum í tæknigreinum á háskólastigi, atvinnulífið kallar eftir tæknimenntuðu vinnuafli og alþjóðleg þróun staðfestir að þörfin fyrir tæknimenntað fólk vex hratt – og raunar hraðar en við höldum,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en hann flutti ávarp við tíu ára afmælishátíð Keilis þann 4. maí sl. Hann sagði einnig að sameinað átak þyrfti til að bregðast við þessum vanda hér á landi, m.a. með vel fjármögnuðu háskólastarfi sem byði upp á góða tilrauna- og verkefnaaðstöðu.
 
Í ávarpi sínu sagði Jón Atli m.a. að það hefði verið Háskóla Íslands kappsmál að bjóða upp á tæknifræðinám til BS-prófs á vettvangi Keilis enda væru þar afbragðs aðstæður fyrir slíkt nám. 
 
Rektor rifjaði einnig upp við hvaða aðstæður Keilir var settur á laggirnar en þá fór m.a. saman aflabrestur á miðunum og brotthvarf bandaríska herliðsins með tilheyrandi fækkun starfa og þrengingum í samfélaginu. Með Keili hefði verið ætlunin að byggja upp háskólasamfélag og efla bæði rannsóknir og kennslu a svæðinu. 
 
„Með samstilltu átaki ólíkra aðila hefur tekist að breyta gamalli herstöð í kvikt og þróttmikið samfélag sem einkennist af frumkvæði, nýsköpun, rannsóknastarfi og fjölbreyttum tækifærum til aukinnar menntunar. Keilir er miðpunkturinn í þessu nýja og gróskumikla samfélagi á Ásbrú. Að mínu mati hefur Keilir því sannarlega staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar í upphafi og gott betur,“ sagðir rektor enn fremur.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024