Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brynjólfshús: bankatrygginga krafist vegna leigu
Föstudagur 7. maí 2004 kl. 14:22

Brynjólfshús: bankatrygginga krafist vegna leigu

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar hefur fengið forræði yfir Njarðvíkurbraut 51-55, en Reykjanesbær keypti eignina á uppboði fyrir 24 milljónir króna. Eins og greint var frá í Víkurfréttum sem komu út í gær hyggst Haukur Guðmundsson hefja karfavinnslu í húsunum.
Þorsteinn Erlingsson formaður Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar sagði í samtali við Víkurfréttir að krafist yrði bankatrygginga af þeim sem hyggðust hefja rekstur í húsinu. „Íbúar Reykjanesbæjar geta verið alveg rólegir því húsin verða ekki leigð einhverjum ævintýramönnum.“

Myndin: Njarðvíkurbraut 51-55. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024