Brynjar nýr framkvæmdastjóri KSK eigna ehf.
Brynjar Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignafélagsins KSK eigna ehf. og mun hann taka við starfinu í apríl af Skúla Þ. Skúlasyni sem gegnt hefur starfinu samhliða stjórnun samsteypu KSK.
Brynjar er menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum í Kristiansand auk þess að vera útskrifaður sem kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann var skrifstofustjóri Kaupfélags Suðurnesja og starfaði við endurskoðun hjá Ernst & Young í Noregi. Brynjar var aðstoðarframkvæmdastjóri Samkaupa hf. og rak eigið ráðgjafarfyrirtæki um tíma. Brynjar hefur verið framkvæmdastjóri fjármálsviðs Samkaupa frá 2010. KSK eignir ehf. eiga og reka um 30 fasteignir um allt land með um 30 þús. fermetra í útleigu.