Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bryndís gefur út skemmtilega bók fyrir börn
Föstudagur 21. nóvember 2008 kl. 13:00

Bryndís gefur út skemmtilega bók fyrir börn


- Lærum og leikum með hljóðin – undirbúningur fyrir hljóðmyndun og tal eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Lærum og leikum með hljóðin er skemmtileg bók sem ætti að vera til á öllum heimilum þar sem börn alast upp.

Hún er ætluð börnum og einstaklingum sem eru að byrja hljóðmyndun og læra málhljóð í íslensku. Hún byggir á aðferð sem höfundur hefur þróað í rúmlega 20 ár í starfi með börnum, foreldrum og kennurum, sem talmeinafræðingur á Íslandi. Námsefni sem tengist bókinni er notað á leikskólum og grunnskólum um allt land.

Bókin hentar sérstaklega vel til leiðbeiningar fyrir foreldra og kennara sem vilja vinna með framburð á einfaldan hátt hjá börnum. Aðferðafræði bókarinnar hefur reynst vel hjá foreldrum sem vilja hjálpa börnum sínum að segja hljóðin á réttan hátt, bæta orðaforða og undirbúa lestrarnám barna sinna. Börn sem hafa æft og lært hljóðin eftir táknmyndum bókarinnar hafa jafnframt styrkt hljóðkerfisvitund sína og lestrarfærni. Uppröðun hljóða í bókinni fylgir sömu röð og íslensk börn læra að mynda málhljóðin. Foreldrar, afar og ömmur geta byrjað á fyrstu blaðsíðunni með barninu og farið í stöðugt þyngri hljóð eftir því sem aftar dregur í bókinni. Búi Kristjánsson myndskreytti og hannaði bókina. Prentsmiðjan Oddi sá um prentun en bókin er með þykkum spjöldum og plasthúðuð til að þola ítrekaða skoðun lítilla fingra. Hægt er að fá upplýsingar um efnið hjá höfundi í [email protected].

Bókin er til sölu í flestum bókaverslunum og hjá Talþjálfun Reykjavíkur.

Höfundur fékk barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar árið 2008 fyrir bestu frumsömdu barnabókina á íslensku; Einstök mamma, sem bókaútgáfan Salka gefur út.