Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bryndís Einarsdóttir stefnir á fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins
Bryndís er skólastjóri Listdansskóla Reykjanesbæjar.
Fimmtudagur 11. ágúst 2016 kl. 10:10

Bryndís Einarsdóttir stefnir á fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Bryndís Einardóttir býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún fæddist í Keflavík, ólst upp í Njarðvík og býr í Garði. Bryndís starfar sem skólastjóri á grunn- og framhaldsskólastigi í listdansi hjá Listdansskóla Reykjanesbæjar. Hún er fulltrúi í Ferða-, safna- og menningarnefnd í Garði.

„Mínar helstu áherslur eru jafnrétti og þjónusta við fólkið í landinu. Ég þrái einlæglega að bæta samfélagið, hag- og menntakerfið, heilbrigðis- og menningarmál og samgöngur. Hlúa þarf enn betur að velferðarsamfélaginu, sjávarútveginum og mannúðarmálunum í landinu öllu, stétt með stétt,“ segir hún. Þá segir Bryndís mikilvægt að styðja heils hugar við eldri borgara, öryrkja og unga fólkið. „Það er ótrúlega margt sem betur má fara og sem þarf nauðsynlega að koma til betri leiðar. Ég leita eftir stuðningi til þess að koma málum í verk og framkvæmd, og starfa af heilindum, gegnsæi og sannindum,“ segir Bryndís.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu um framboðið segir að Bryndís hafi mikla reynslu af frumkvöðlastarfi og sem framkvæmdastjóri í forystu stjórnun. Hún hefur þróað og framkvæmt áætlanir fyrir stofnanir, séð um sérstaka viðburði, markaðssetningar, þróunarstarf og kynningar víða um heim. Bryndís hefur einnig staðið að góðgerðarmálum og verið sölufulltrúi ýmissa fyrirtækja. Í nær áratug var hún umsjónaraðili lýðheilsu, sjálfboðaliði við umönnun á Barnaspítala Los Angeles í Kaliforníu, í hlutastarfi fyrir Public Health Foundation og  Los Angeles Family Aids Network.

Bryndís er með Bachelor of Fine Arts (BFA) í leiklist og leikhúsfræðum frá California Institute of The Arts. Certificate in Ballet teaching Studies (CBTS) eða klassískum ballettfræðum frá Royal Academy of dance í Bretlandi. Þá er hún með Masters of Art Education (M.Art.Ed.) í listkennslu frá Listaháskóla Íslands og stundaði nám í viðskiptafræði og stjórnun (MBA) við International University of Monaco. Nú stundar Bryndís diplómanám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og lærir til doktorsprófs í viðskiptafræði við International University of Monaco með vinnu. Bryndís er gift Daniel Coaten, lektor í efnafræði og saman eiga þau eina dóttur.