Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brýnast að fara yfir stöðu menntastofnana og HSS
Laugardagur 4. maí 2013 kl. 11:22

Brýnast að fara yfir stöðu menntastofnana og HSS

„Ég er afar þakklát öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við kosningabaráttuna. Við unnum vel saman en uppskáum því miður ekki í samræmi við það. Ég er vonsvikin og hef um leið áhyggjur af því að ef uppfylla eigi óraunhæf kosningaloforð verði þeim árangri klúðrað sem stjórnvöld og fólkið í landinu hafa náð við endurreisn samfélags eftir efnahagshrun. En auðvitað óska ég Framsóknarflokki, Bjartri framtíð og Pírötum til hamingju með sigurinn og óska öllum alþingismönnum velfarnaðar í sínum störfum,“ segir Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi.

- Hvað á að vera það fyrsta sem þið sem hópur þingmanna frá Suðurnesjum ættuð að hafa sem fyrsta verk fyrir Suðurnes á Alþingi?

„Það er ánægjulegt hve margir Suðurnesjamenn munu sitja á Alþingi Íslendinga á næsta kjörtímabili og ég bind miklar vonir við gott samstarf við þau öll. Mér finnst að við ættum að  funda sem fyrst og fara saman yfir málefni svæðisins. Ég tel brýnast að fara yfir stöðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja og annarra menntastofnana og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarrýmin og málefni sem tengjast öldrunarþjónustunni eru einnig aðkallandi. Augljóst verkefni er að fylgja eftir vinnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur við að tryggja ívilnanir vegna stækkunar hafnarinnar í Helguvík og þjálfunarstyrki fyrir starfsmenn kísilvers þegar og ef það tekur til starfa,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024