Bryggjur á kafi í Keflavíkurhöfn
Allar bryggjur voru á kafi í sjó á stórstraumsflóði á fimmtudag í síðustu viku. Ástæða þess að bryggjur eru oftar á kafi nú en áður er að sjór í heimshöfunum hækkar um u.þ.b. þrjá millimetra á ári að meðaltali. Í öðru lagi sígur land á suðvesturhorni landsins og er það líklega vegna flekareksins. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur (Ph.D.) Prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir í færslu á Facebook að í Keflavík sé land að síga um tvo til þrjá millimetra á ári skv. GPS-mælingum sem gerðar voru árin 1993 til 2004. „Það vantar efni til að bæta við flekana þegar þá rekur í sundur,“ segir Páll. Efnið sem vantar er kvika sem núna kemur t.d. upp með eldgosi í Fagradalsfjalli.