Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bryggjuhús: Tilboði lægstbjóðanda ekki tekið
Föstudagur 9. maí 2008 kl. 10:29

Bryggjuhús: Tilboði lægstbjóðanda ekki tekið

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær með þremur atkvæðum meirihlutans að taka tilboði frá TSA ehf upp á tæpar 24,5 milljónir í framkvæmdir við fyrsta áfanga bryggjuhúss Duushúsa.

Guðbrandur Einarsson, A-lista, greiddi atkvæði á móti og bókaði að taka ætti tilboði lægstbjóðanda, Húsiðn ehf, sem bauð rúmar 22,9 milljónir í verkið.
Guðbrandur sagðist í samtali við VF ekki skilja ástæður þess að lægsta tilboði var ekki tekið. „Það læðist að manni sá grunur að þarna hafi flokksskírteini haft áhrif ,“ sagði Guðbrandur.

Ekki hefur náðst í Böðvar Jónsson formann bæjarráðs í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samþykkt var með öllum atkvæðum 10 milljón króna aukfjárveiting til að ljúka fyrsta áfanga. Einnig var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að einu heildarútboði vegna þeirra verkþátta sem eftir eru vegna Bryggjuhússins og unnir verða á árunum 2009 og 2010.

Uppfært og leiðrétt: Við fyrstu birtingu fréttarinnar í morgun var tilboð TSA ehf sagt vera uppá tæpar 25,5 milljónir. Það var hins vegar upp á tæpar 24,5 milljónir og leiðréttist það hér með. Lægstbjóðandi bauð 22,9 milljónir.