Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bryggjuballið fært inn í íþróttahúsið í kvöld
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 13:40

Bryggjuballið fært inn í íþróttahúsið í kvöld

– Sjóarinn síkáti í Grindavík alla helgina

Tekin hefur verið ákvörðun um að færa bryggjuballið í kvöld á Sjóaranum síkáta inn í íþróttahús vegna slæms veðurútlits. Skrúðgangan verður óbreytt en í stað þess að fara niður Ránargötuna og á hátíðarsvæðið verður farið inn í íþróttahúsið þar sem dagskráin verður eins og búið var að auglýsa. Veðurspáin fyrir laugardag og sunnudag er hins vegar mun hagstæðari og því verða hátíðarhöldin á hafnarsvæðinu, við Kvikuna, eins og búið var að auglýsa þá daga.

Það var sameiginleg niðurstaða allra þeirra sem standa að hátíðinni, þ.e. fulltrúa Grindavíkurbæjar, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, björgunarsveitinni Þorbirni, lögreglu, liðsstjórum litahverfanna og ýmissa fleiri að miðað við verðurspána væri farsælast að fara með bryggjuballið inn í íþróttahús.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að klæða sig eftir veðri og fjölmenna í skrúðgönguna og taka svo virkan þátt í bryggjuballinu í kvöld.

Dagskrá Bryggjuballsins í kvöld:
Kl. 20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að íþróttahúsinu. Mæting í gönguna ekki seinna en kl. 19:45.
Appelsínugula hverfið leggur af stað frá 50+ blokkinni á gatnamótum Suðurhópsbrautar og Stamphólsvegar.
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi bakara.
Græna hverfið leggur af stað frá gatnamótum Leynisbrautar og Staðarhrauns.
Bláa hverfið leggur af stað frá Kvennó.
Öll hverfin ganga svo að íþróttahúsinu í þessari röð: Appelsínugulir, rauðir og grænir og bláir.

Kvölddagskrá:
Bryggjuball í íþróttahúsinu:
Slysavarnardeildin Þórkatla verður góðgæti til sölu.
• Ingó Veðurguð með brekkusöng.
• „Trúbadorar" úr hverju hverfi taka lagið.
• Grindvíska hljómsveitin The Backstabbing Beatles skemmtir.
• Bryggjuball - Hvanndalsbræður, Jóhanna Guðrún og Pálmi Gunnarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024