Brutust inn í íþróttavöruverslun
Brotist var inn í íþróttavöruverslun í Reykjanesbæ í nótt og höfðu þjófarnir brotið rúðu í versluninni til þess að komast inn. Þjófarnir voru snarir í snúningum og höfðu á brott með sér nokkur skópör.
Skömmu eftir innbrotið hafði lögreglan í Keflavík hendur í hári þjófanna sem voru ölvaðir en þeirra bíður nú yfirheyrsla.
Skömmu eftir innbrotið hafði lögreglan í Keflavík hendur í hári þjófanna sem voru ölvaðir en þeirra bíður nú yfirheyrsla.