Bruninn á Brekkustíg: Barn yfirgaf brunastað berfætt og í bol

Að sögn lögreglu þáði enginn aðstoð frá Rauða Krossinum, sem bauðst til að skjóta skjólshúsi yfir íbúa hússins.
Það vakti hins vegar athygli ljósmyndara Víkurfrétta að fólk hefur yfirgefið húsið með hraði, því börn voru lítið klædd og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá yfirgefur ungur herramaður brunavettvang berfættur og á stuttermabol, en kalsarigning var í nótt og full ástæða til að vera betur klæddur.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson