Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bruni um borð í Langanesi
Frá slökkvistörfum um borð í Langanesi. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 30. júlí 2020 kl. 20:47

Bruni um borð í Langanesi

Eldur kom upp síðdegis um borð í Langanesi þar sem það lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Mikill viðbúnaður var við slökkvistörf, allt tiltækt slökkvilið mætti á staðinn til að ráða niðurlögum eldsins og þá þurfti að kalla til aukamannskap.

Að sögn Herberts Eyjólfssonar, varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, sem stýrði aðgerðum á staðnum þá kom eldur upp í stakkageymslu Langaness og var mikill hiti og reykur sem fylgdi. Talið er að eldurinn hafi kraumað í stakkageymslunni í einhvern tíma en sem betur fór var rýmið lokað og því náði eldurinn ekki að dreifa sér. Stakkageymslan er mikið skemmd eftir eldsvoðann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hólmgrímur Sigvaldason, eigandi Langaness, og Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri, liðsinntu slökkviliðsmönnum í aðgerðum þeirra en í myndasafni sem fylgir fréttinni hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir af vettvangi.

Bruni í Langanesi