BRUNI Í FÓLKSBÍL VIÐ SKÓLAVEG Í KEFLAVÍK
Bifreiðin ónýt eftir að eldur varð laus undir vélarhlífLögreglan í Keflavík og slökkviliðið brugðust á átjánda tímanum sl. þriðjudag við neyðarkalli fjölskyldu sem orðið hafði fyrir því að kviknaði á bifreið þeirra á Skólaveginum í Keflavík. Að sögn lögreglunnar í Keflavík fannst ökumanninum sem eitthvað bjátaði að fjölskyldubifreiðinni, af gerðinni Toyota Corolla, og stöðvaði bifreiðina . Þegar hann slökkti á hreyfli bifreiðarinnar kvað við hvellur og í kjölfarið kviknaði eldur undir húddlokinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engum varð meint af, nema auðvitað bílgreyinu.