Bruni á Brekkustíg í Njarðvík
Heimilisfólki varð bilt við um kvöldmatarleitið í gær þegar fór að rjúka úr útvegg í barnaherbergi íbúðarinnar. Reykurinn magnaðist fljótlega þannig að íbúar þurftu að yfirgefa húsið. Kallað var á Slökkvilið BS sem kom innan örfárra mínútna og réði niðurlögum eldsins. Orsök eru talin vera vegna vinnu við pípulögn, en viðgerð á pípulögnum í þessu herbergi hafði verið framkvæmd fyrr um daginn. Húsið er gamalt steinhús en klætt að innan með mjög brennalegu efni Að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra BS voru skemmdir að mestu einangraðar við þetta herbergi, en reykur fór um allt húsið. Enginn reykskynjari var í íbúðinni þannig að þetta hefði getað farið verr ef þetta hefði gerst síðar um nóttina þegar heimilisfólk hefði verið komið til hvílu.