Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brunavarnir Suðurnesja til taks fyrir höfuðborgarsvæðið
Miðvikudagur 20. desember 2006 kl. 20:53

Brunavarnir Suðurnesja til taks fyrir höfuðborgarsvæðið

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur verið í viðbragðsstöðu frá því síðdegis að beiðni Samhæfingarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð í Reykjavík. Það er vegna þess að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent mikinn mannskap og tækjabúnað austur í Árborg vegna flóða sem þar eru.

Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, yrði slökkvilið héðan notað sem varalið komi upp stærri eldar í Reykjavík. Höfuðborgarsvæðið er ennþá mannað til að bregðast við fyrsta kalli, en þurfi aukinn mannskap verður hann sendur frá Suðurnesjum.

 

Mynd: Slökkviliðsmenn að störfum. Mynd úr safni Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024