Brunavarnir Suðurnesja senda slökkviliðsmenn til aðstoðar
	Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er þessa stundina að senda af stað slökkviliðsmenn og slökkvibíl til aðstoðar á höfuðborgarsvæðinu vegna stórbruna í Garðabæ.
	Stórbruni varð í morgun hjá Icewear við Miðhraun í Garðabæ og er allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi.
	Reykjarmökkurinn frá brunanum sést víða og m.a. frá Suðurnesjum.
				
	
				

 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				