Brunavarnir Suðurnesja og Sandgerðisbær í samstarf
Um nokkurt skeið hafa verið viðræður milli Brunavarna Suðurnesja og Sangerðisbæjar um samrekstur Brunavarna Suðurnesja og slökkviliðs Sandgerðis.
Í gær kl 10:30 var undirritaður samningur milli Brunavarna Suðurnesja og Sandgerðisbæjar um sameiginlegan rekstur slökkviliða B.S. og Sandgerðis,
Bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Garðs, Voga og Sandgerðisbæjar ásamt formanni stjórnar Brunavarna Suðurnesja undirrituðu samninginn fyrir hönd eignar og rekstraraðila.
Í samningnum fellst að Brunavarnir Suðurnesja munu annast þjónustu, rekstur og uppbyggingu á brunavörnum í Sandgerði og annast sameiginlegan rekstur B.S. og S.S. með vísan til 14. gr. laga um brunavarnir nr.75 frá 2000.
Samningurinn mun styrkja brunavarnir á þjónustusvæði B.S. með öflugra viðbragði þegar óhöpp verða, öflugra eldvarnareftirliti og forvörnum.
VF-Mynd: [email protected]