Brunavarnir Suðurnesja með fræðslu
Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja verða á ferðinni fyrir jólin með fræðslu í brunavörnum.
Markmiðið er að vekja vegfarendur til umhugsunar fyrir hátíðarnar og minna á helstu þætti í brunavörnum s.s. reykskynjara og rafhlöðuskipti, notkun á eldvarnarteppum og slökkvitækjum.
Slökkviliðsmenn munu svara spurningum, útdeila fræðsluefni og æfa notkun eldvarnateppa s.s. með því að slökkva eld í potti.
BS hefur fræðsluna í Vogum í dag og verður í hjarta bæjarins milli klukkan 16:30 og 19:00. Á miðvikudaginn mæta þeir í Garðinn á sama tíma. Á Þorláksmessu verða slökkviliðsmenn í Reykjanesbæ í tveimur hópum samhliða þ.e. í Samkaupum og í miðbænum frá kl.: 16:30 til 19:00 og frá kl.:20:00 til 22:00.
Brunavarnir Suðurnesja hvetja alla til að koma við og kynna sér brunavarnir eða hafa samband í síma 421 4748.
Texti: Vefsíða Reykjanesbæjar