Brunavarnir Suðurnesja manna höfuðstöðvar í Reykjavík vegna stórbruna
Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja standa nú vaktina í höfuðstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir að stórbruni varð í miðborg Reykjavíkur. Þangað hefur allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu verið sent og Suðurnesjamenn manna því slökkvistöðina til að annast önnur útköll ef þau verða.
Mikill eldur er í húsinu við Austurstræti 22 í Reykjavík, þar sem veitingastaðurinn Pravda er til húsa, og hefur eldurinn nú einnig náð að breiðast í næsta hús á horni Austurstrætis og Lækjargötu.
Ljósmynd: Visir.is
Mikill eldur er í húsinu við Austurstræti 22 í Reykjavík, þar sem veitingastaðurinn Pravda er til húsa, og hefur eldurinn nú einnig náð að breiðast í næsta hús á horni Austurstrætis og Lækjargötu.
Ljósmynd: Visir.is