Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brunavarnir Suðurnesja endurnýja körfubíl
Mánudagur 5. nóvember 2007 kl. 00:11

Brunavarnir Suðurnesja endurnýja körfubíl

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur fest kaup á notuðum körfubíl frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Kaupin áttu sér skamman fyrirvara því bíllinn var seldur á svokölluðu „bíla uppboði.“

Körfubíllin er af gerðinni Scania P113 og árgerð 1996, í hæðstu stöðu eru 32 metrar úr gólfi á körfu og nær því til björgunar- og slökkvistarfs sem samsvarar amk. 9. hæðinni, að auki vinnur karfan niður fyrir sig. Karfan er með lofti fyrir reykkafara, tengibúnað og glussa fyrir vökvadrifin riftæki, 2000 lítra fjarstýrðum mónitor og fleiru.

Verð á sambærilegum nýjum bíl er um 60 milljónum, en þessi kostar Brunavarnir Suðurnesja rúmar 12 milljónir heim kominn.

Stefnt er að bíllinn komi til Seyðisfjarðar með Norrænu þann 20 nóvember nk. og þá þarf að laga útlit, merkja gripinn og standsetja, koma fyrir búnaði og þjálfa mannskap.

Slökkvilið BS eignaðist sinn fyrsta körfubíl árið 2000 og er því þessi endurnýjun mikill styrkur í flota BS og fyrir Suðurnesin, segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024