Brunaútkall í Sandgerði
Slökkvilið var kallað út vegna bruna hjá Samherja í Sandgerði í morgun. Um minni háttar tilvik var að ræða og engin hætta á ferðum en kviknað hafði í rafmagnstöflu.
Viðbragðsaðilar voru snöggir á staðinn með tvo slökkvibíla og sjúkrabíla en þeir höfðu verið á æfingu í Sandgerði svo um stuttan veg var að fara.