Brunaútkall í Reykjanesvirkjun
Bilun í brunakerfi Reykjanesvirkjunar varð til þess að slökkvilið BS og lögregla voru kölluð út í Reykjanesvirkjun í kvöld.
Þegar brunaboð barst náðist ekki samband við vaktmenn í stöðinni og því var lið sent út til að vera búið undir það versta.
Þegar kom í ljós að um minniháttar atvik var að ræða var liðinu snúið við.
Mynd úr safni VF