Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brunamálaskólinn á Suðurnesjum: Námskeið komin í fullan gang
Mánudagur 1. október 2007 kl. 22:02

Brunamálaskólinn á Suðurnesjum: Námskeið komin í fullan gang

Í morgun hófst námskeið Brunamálaskólans fyrir atvinnuslökkviliðsmenn í aðstöðu skólans á gömlu herstöðinni á Keflavíkurflugvelli.  Elísabet Pálmadóttir skólastjóri setti námskeiðið, sem er annað sinnar tegundar sem haldið er í aðstöðu skólans. 

Námskeiðið sem er samtals 540 kennslustundir í tveim hlutum, en fyrrihlutinn stendur yfir næstu sjö vikur og sá síðari verður haldin á sama tíma að ári liðnu, eða um hastið 2008.

Nemendur koma frá atvinnuslökkviliðunum og eru kennarar reyndir með bóklega þekkingu og  verklega reynslu.

 

Frá þessu er greint á vef Brunavarna Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024