Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 30. janúar 2000 kl. 17:48

Brunalykt í bíói

Eldur var kveiktur í sorpgámi bakvið Nýja bakaríið í Keflavík nú undir kvöld. Lagði mikinn reyk frá gámnum og fannst brunalykt í kvikmyndasal Nýja bíós.Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn og slökkti eldinn fljótt og örugglega. Ekki þótti ástæða til að fella niður kvikmyndasýninguna í bíóinu og voru bíógestir sallarólegir yfir öllu saman
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024