Brunagaddur en fallegt veður
Það er svo sannarlega brunagaddur á Suðurnesjum þessa stundina. Veðurmælir á Reykjanesbraut mælir -10°C nú um hádegið og hitamælir í Keflavík sem Veðurstofan treystir á sýnir -8°CVeðrið er hins vegar stillt og fallegt. Sól skín í heiði og þegar skyggja tekur blasir tunglið við í allri sinni mynd, fullt sem aldrei fyrr.
Ljósmyndari okkar, Tobías Sveinbjörnsson, smellti af þessari kuldalegu vetrarmynd í Keflavík síðdegis í gær.
Ljósmyndari okkar, Tobías Sveinbjörnsson, smellti af þessari kuldalegu vetrarmynd í Keflavík síðdegis í gær.