Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brunaæfing: Særðir fluttir úr Duus húsum
Þriðjudagur 29. apríl 2003 kl. 19:08

Brunaæfing: Særðir fluttir úr Duus húsum

Í gær var brunaæfing hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja og var bruni settur á svið í Duus húsum. Lögregla, sjúkraflutningamenn og allar vaktir slökkviliðsins tóku þátt í brunaæfingunni. Á svæðinu voru reykkafarar sem björguðu fólki úr húsunum og lögðu það fyrir utan. Sjúkraflutningamenn fluttu síðan hina slösuðu á brott. Reyk lagði úr Duus húsunum meðan á æfingunni stóð og án efa hafa vegfarendur haldið að um raunverulegan bruna væri að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024