Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bruggframleiðandi skaut sig í fótinn
Sunnudagur 17. febrúar 2008 kl. 10:03

Bruggframleiðandi skaut sig í fótinn

Kona nokkur á Suðurnesjum hringdi í lögreglu og taldi að reynt hefði verið að brjótast inn á heimili hennar. Lögreglumenn fóru á staðinn en sáu ekki nein ummerki innbrotstilraunar.

Lögreglumennirnir fóru þó ekki tómhentir frá konunni því á heimili hennar rákust þeir á bruggtæki og nokkurt magn af sterku, heimagerðu áfengi. Tækin og vökvinn voru haldlögð og verður konan kærð fyrir ólöglegan tilbúning áfengis.

Ekki fylgir sögunni  hvort konan hafi talið einhvern ætla að stela frá henni framleiðslunni  í meintri innbrotstilraun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024