Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotum fækkaði í febrúar
Föstudagur 19. mars 2010 kl. 09:54

Brotum fækkaði í febrúar


Hegningarlagabrotum, sem komu kasta lögreglunnar á Suðurnesjum, fækkaði verulega á milli ára í febrúar. Þau voru 64 í febrúar síðastliðnum samanborið við 109 brot í sama mánuði síðasta árs. Svipaða sögu er að segja af umferðarlagabrotum. Þau voru 156 í febrúar síðastliðnum en voru 311 í febrúar 2009. Fíkniefnibrotum fækkaði úr 15 niður í 7 á milli ára.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að á landsvísu hafi hegningarlagabrotum fækkað um 21% á milli ára í febrúar. Að meðaltali hafi 35 brot verið framin á dag, flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
Þá kemur fram að rúmlega 72% allra umferðarlagabrota megi rekja til hraðaksturs. Á síðustu þremur árum hafi brot vegna aksturs undir áhrifum ölvunar og fíkniefna verið 7-8 á dag. Hlutfallslega séu flestir ökumenn stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, segir í samantektinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024