Brotthvarfs Varnarliðsins: Haft sé fullt samráð við heimamenn um ráðstöfun húsnæðis og þróun atvinnumála
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var í Vogum á laugardag, telur afar brýnt að í framhaldi af niðurstöðu viðræðna Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál á Miðnesheiði, sé haft fullt samráð við heimamenn um ráðstöfun húsnæðis og þróun atvinnumála á svæðinu.
Minnt er á að fyrir aðeins 5 mánuðum stóðu 900 starfsmenn frammi fyrir tilkynningu um uppsagnir starfa hjá Varnarliðinu og stærstur hluti þeirra voru fjölskyldufólk af Suðurnesjum.
Sveitarfélögin hafa lagt sig fram um gott samráð við ríkisstjórnina til að leysa erfið atvinnumál þessa stóra hóps og þótt enn sé því verkefni ekki lokið, er ljóst að stærsti hluti starfsmanna hefur þegar gengið til annarra starfa hér á svæðinu.
Aðalfundurinn lýsir yfir stuðningi við framkomnar kröfur, um að leitað verði allra leiða til þess að koma til móts við þá starfsmenn varnarliðsins sem eru að nálgast eftirlaunaaldurinn og eiga erfitt með að komast inn á almennan vinnumarkað.
Næstu skref snúa að tilhögun á nýtingu mannvirkja sem eftir kunna að standa, hreinsun mengaðra svæða, ráðstöfun lands og sköpun nýrra atvinnutækifæra.
Mikilvægt er að í því breytingarferli sem framundan er verði allir þættir flugvallarstarfseminnar skoðaðir í samhengi og litið á svæðið sem eina heild.
Það er grundvallaratriði að sveitarfélögin séu áhrifavaldar um þá framtíð sem hér er mótuð.
Þessi ályktun var samþykkt samhljóða af fundinum.
Minnt er á að fyrir aðeins 5 mánuðum stóðu 900 starfsmenn frammi fyrir tilkynningu um uppsagnir starfa hjá Varnarliðinu og stærstur hluti þeirra voru fjölskyldufólk af Suðurnesjum.
Sveitarfélögin hafa lagt sig fram um gott samráð við ríkisstjórnina til að leysa erfið atvinnumál þessa stóra hóps og þótt enn sé því verkefni ekki lokið, er ljóst að stærsti hluti starfsmanna hefur þegar gengið til annarra starfa hér á svæðinu.
Aðalfundurinn lýsir yfir stuðningi við framkomnar kröfur, um að leitað verði allra leiða til þess að koma til móts við þá starfsmenn varnarliðsins sem eru að nálgast eftirlaunaaldurinn og eiga erfitt með að komast inn á almennan vinnumarkað.
Næstu skref snúa að tilhögun á nýtingu mannvirkja sem eftir kunna að standa, hreinsun mengaðra svæða, ráðstöfun lands og sköpun nýrra atvinnutækifæra.
Mikilvægt er að í því breytingarferli sem framundan er verði allir þættir flugvallarstarfseminnar skoðaðir í samhengi og litið á svæðið sem eina heild.
Það er grundvallaratriði að sveitarfélögin séu áhrifavaldar um þá framtíð sem hér er mótuð.
Þessi ályktun var samþykkt samhljóða af fundinum.