Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotthvarf Varnarliðsins: Íslendingar eignast F-4 herþotu
Miðvikudagur 27. september 2006 kl. 08:51

Brotthvarf Varnarliðsins: Íslendingar eignast F-4 herþotu

Við brotthvarf Varnarliðsins munu íslensk stjórnvöld eignast sína fyrstu herþotu. Hún er ekki af nýjustu gerð, heldur er um að ræða F-4 þotu sem sett hefur verið á stall á Keflavíkurflugvelli sem safngripur.

Íslensk stjórnvöld munu taka við þotunni um helgina, þegar Varnarliðið kveður, en í október er væntanleg sveit manna sem mun formlega afskrá vélina sem eign Bandaríkjanna og ráðstafa vélinni til Íslendinga.

Hér á Íslandi mun vélin fara á herminjasafn sem lengi hefur verið unnið að á Suðurnesjum en innan varnarstöðvarinnar hefur verið safnað hlutum og heimildum sem eiga heima á verðandi herminjasafni.

Mikil heimildaöflun hefur farið fram hjá Upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins í gegnum tíðina og munu íslensk stjórnvöld taka við lyklavöldum þar eins og annars staðar á vellinum um mánaðarmótin.

 

Mynd: Herþota tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli árið 1971. Þotan sem Íslendingar eru að eignast er svipuð þessari. Mynd fengin af netinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024