Brottfluttir Suðurnesjamenn 238 umfram aðflutta árið 2012
Árið 2012 fluttust 319 fleiri frá landinu en til þess. Langflestir þeirra sem fluttust erlendis á árinu 2012 fóru frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Af þessum 319 manns sem fluttu erlendis umfram þá sem fluttu til landsins, voru 86 frá Suðurnesjum.
Brottfluttir á Suðurnesjum, bæði innan- og utanlands voru 238 umfram aðflutta á árinu. Flestir fluttust frá Sandgerði eða 109 brottfluttir umfram aðflutta. Frá Garði voru 53 brottfluttir umfram aðflutta, 47 frá Reykjanesbæ, frá Vogum voru 26 brottfluttir umfram aðflutta og loks 3 frá Grindavík.
Þegar aðeins er litið á innanlandsflutninga lá straumurinn frá öllum landsvæðum til höfuðborgarsvæðisins. Þangað fluttu alls 525 umfram brottflutta frá öðrum landsvæðum. Flutningsjöfnuðurinn var aftur á móti óhagstæðastur á Norðurlandi eystra (-206), Suðurnesjum (-152) og Vesturlandi (-142).
Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 1.404 fluttust úr landi umfram aðflutta. Alls fluttust 6.276 frá landinu, samanborið við 6.982 á árinu 2011. Alls fluttust 5.957 manns til Íslands árið 2012, sem er nokkur aukning miðað við árið 2011 þegar 5.578 manns fluttu til landsins.
Alls brottfluttir frá hverju sveitafélagi: