Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brottfarir og lendingar röskuðust í FLE vegna tölvubilunar
Miðvikudagur 27. júlí 2016 kl. 15:53

Brottfarir og lendingar röskuðust í FLE vegna tölvubilunar

Bilun kom upp í fluggagnakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík sem varð þess valdandi að stöðva þurfti flugumferð á Keflvíkurflugvelli og öll umferð inn í flugumferðarsvæði landsins var bönnuð. Bilunin kom upp laust fyrir klukkan 13:40 en henni hefur nú verið kippt í liðinn, að sögn Guðna Sigurðssonar upplýsingafulltrúa Isavia.

Nokkrar vélar voru á leið í loftið en þær brottfarir voru ekki heimilaðar. Eins máttu vélar sem voru á leið til landsins ekki koma inn í flugstjórnarsvæði landsins á meðan bilunin varði. Þær vélar sem voru þegar í flugstjórnarsvæðinu fengu þó að lenda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024