Brotnar rúður og fokin þök - myndir
– Víkurfréttir fylgdust með björgunarflokki að störfum í kvöld
	Þau eru fjölbreytt verkefnin sem björgunarsveitir á Suðurnesjum eru að fást við nú í kvöld. Brotnar rúður og fokin þök eru þar á meðal.
	
	Ljósmyndari Víkurfrétta fylgdi eftir flokki björgunarsveitarmanna í Reykjanesbæ í kvöld þar sem meðal annars þurfti að negla plötur fyrir glugga þar sem rúða hafði brotnað. Skömmu síðar var tilkynnt um að þakjárn væri fokið af húsi í bænum. Skömmu síðar var tilkynnt um rúðu sem væri að springa í fjölbýlishúsi í Keflavík. Þegar það verkefni var yfirstaðið beið enn eitt útkallið þar sem einstaklingur var að negla niður hjá sér þakið en var orðinn uppiskroppa með nagla.
	
	Tugir björgunarsveitarmanna eru í útköllum um öll Suðurnes þessa stundina og eru fjölmörg krefjandi verkefni til úrlausnar.
	
	
	
	Þakjárn fauk af hús við Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík.
	
	
	
	Það er nauðsynlegt að vera með góðar varnir eins og gleraugu og hjálma í þeim aðstæðum sem nú eru úti.
	
	
	
	
	
	VF-myndir: Hilmar Bragi
	 

 
	
						 
	
						

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				