Brotnaði í fjórhjólaslysi
Ökumaður fjórhjóls meiddist illla í óhappi se átti sér stað um kvöldamatarleytið í gærkvöldi. Slysið átti sér stað á Suðurstrandarvegi rétt austan við Ísólfsskála nánar tiltekið í Leggjabrjótshrauni. Þar hafði ökumaður misst vald á hjólinu og hafnaði utan vegar. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á HSS til skoðunar þar sem kom í ljós að hann var tvíbrotinn á vinstri fæti og brotinn á hægri hendi.
VF-mynd úr safni
VF-mynd úr safni