Brotist inná bifreiðaverkstæði
Brotist var inn í bifreiðaverkstæði við Hafnarbraut í Njarðvík á aðfaranótt mánudags. Þjófarnir stálu þaðan bíllyklum að jeppabifreið sem stóð á bifreiðastæði fyrir framan verkstæðið. Þeir gerðu sér lítið fyrir og stálu bæði geislaspilara og magnara úr bílnum. Talið er að þjófarnir hafi farið inn um glugga á suðurhlið hússins en ekki er vitað hverjir þarna voru að verki. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Keflavík.