Brotist inn um hábjartan dag
Brotist var inn í fjölbýlishús við Mávabraut í gær. Þar hafði verið farið inn um glugga en íbúar hússins höfðu farið úr íbúðinni klukkan 13. Hafði verið rótað í ýmsum munum en einskis var saknað. Svalahurðin var opin þegar íbúðareigandi kom heim. Vitni hafði séð grannan karlmann í hvítri hettupeysu fara inn um gluggann en talið að hann ætti heima þarna.
Þá var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um að rúða væri brotin í húsi Verkalýðsfélags Grindavíkur við Víkurbraut í Grindavík. Talið er að rúðan hafi verið brotin á laugardagsnóttina.
Þá var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um að rúða væri brotin í húsi Verkalýðsfélags Grindavíkur við Víkurbraut í Grindavík. Talið er að rúðan hafi verið brotin á laugardagsnóttina.