Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brotist inn og spellvirki unnin í Hópinu
Búið var að sprauta úr slökkvitækjum yfir tækjabúnað í Hópinu. Myndir/Grindavik.is
Miðvikudagur 27. febrúar 2013 kl. 10:31

Brotist inn og spellvirki unnin í Hópinu

Hún var heldur dapurleg aðkoman hjá unga knattspyrnufólkinu sem mætti á æfingu í Hópinu upp úr klukkan sex í morgun. Brotist hafði verið inn í fjölnota íþróttahúsið Hópið við Austurveg seint í gærkvöldi eða nótt. Talsverðar skemmdir voru unnar. Slökkvitæki í húsinu voru tæmd og meðal annars sprautað inn í tækjarými hússins sem hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Greint er frá þessu á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Einnig var sprautað úr slökkvitækjunum yfir grasið, mörkum velt um koll, boltum og ýmsu öðru dóti hent um allt hús og þá var einhverju stolið. Lögregla var kölluð á vettvang og vinnur hún að rannsókn málsins og hefur hún ákveðnar vísbendingar í höndunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem geta gefið upplýsingar um mannaferðir við Hópið í gærkvöldi eða nótt eru vinsamlegast beðnir að láta lögreglu vita eða hafa samband í Gula húsið í síma 426 8605.


Búið var að draga fram vatnsslönguna sem er til taks ef eldur kemur upp í Hópinu.


Aðkoman var óskemmtileg í morgun í Hópinu.