Brotist inn og klippt á sjónvarps- og nettengingar
Brotist var inn í rými á Ásbrú fyrir helgi og klippt á allar sjónvarps- og nettengingar sem þar eru á vegum Kapalvæðingar. Tvisvar var brotist inn sama daginn í rýmið og skemmdarverk unnin.
„Málið er að þessi skemmdarvargur eyðilagði internet og sjónvarps tengingar okkar með því að brjótast inn tvisvar í dag (já einmitt tvisvar á einum degi) og hann klippti á allan okkar tengibúnað,“ segir í tilkynningu sem Kapalvæðing sendi frá sér sl. föstudag.
Kapalvæðing óskar jafnframt eftir aðstoð íbúa á Ásbrú við að fylgjast með þessum herbergjum þar sem þessi búnaður er geymdur. „Endilega látið okkur vita með tölvupóst ([email protected]) ef þið hafið einhverja vitneskju um ferðir þessara manna“, segir í tilkynningunni.