Brotist inn í vinnutæki á Reykjanesi
 Um helgina var brotist inn í tvö vinnutæki á Reykjanesi og stolið útvarpstæki og geislaspilara. Málið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í morgun en talið er að brotist hafi verið inn í tækin um helgina.
Um helgina var brotist inn í tvö vinnutæki á Reykjanesi og stolið útvarpstæki og geislaspilara. Málið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í morgun en talið er að brotist hafi verið inn í tækin um helgina. Í dag tilkynnti kona að hún hefði dottið á gangstétt við Kirkjuveg í Keflavík og meitt sig á hendi. Gangstéttin er illa farin og voru starfsmenn Reykjanesbæjar látnir vita en þeir voru einnig látnir vita af stórri holu í malbikinu norðarlega á Hringbraut í Keflavík. Ökumaður bifreiðar tilkynnti um holuna eftir að hafa lent með eitt hjól ofan í holunni, en við það sprakk á bifreiðinni og felgan skemmdist.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				