Brotist inn í tvær bifreiðar við Hafnargötu
Lögregla afskipti af átta ökumönnum vegna umferðalagabrota frá mánudegi. Einn var með litaðar filmur í fremri hliðarrúðum, annar ók án öryggisbeltis, þá var ekið gegn einstefnu og GSM sími notaður án handfrjáls búnaðar, loks vantaði skráningarnúmer framan á bifreið. Þrír óku of hratt og voru þeir allir mældir þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Einn mældist á Grindavíkurvegi á 119 km en hinir tveir mældust á Reykjanesbraut á 121 km hraða og 131 km hraða.
Næturvaktin var róleg, einn maður var handtekinn fyrir að brjótast inn í tvær bifreiðar við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir að aka bifreið sem var of þung um Hafnargötu í Keflavík. Þar er bannað aka þyngri bifreiðum en 7,5 tonn að heildarþyngd