Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í tölvuverslun og bíla
Fimmtudagur 8. apríl 2010 kl. 11:16

Brotist inn í tölvuverslun og bíla


Þjófar voru aðsópsmiklir á Suðurnesjum í nótt. Brotist var inn í tölvuverslun í Reykjanesbæ þaðan sem þjófarnir högðu á brott með sér nokkrar fartölvur. Þeir brutu sér leið inn um aðaldyr verslunarinnar.
Þá var brotist inn í þrjá bíla í Sandgerði. Þjófarnir höfðu á brott með sér staðsetningartæki, sem mun vera eftirsótt þýfi um þessar mundir. Jafnframt hurfu radarvarar. Einnig var rótað í tveimur bílum sem stóðu ólæstir.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn þessara mála og biður þá að hafa samband sem hugsanlega geta gefið einhverjar upplýsingar, t.d. um grunsamlegar mannaferðir.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25