Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í tölvuverslun og bíla
Fimmtudagur 8. apríl 2010 kl. 11:16

Brotist inn í tölvuverslun og bíla


Þjófar voru aðsópsmiklir á Suðurnesjum í nótt. Brotist var inn í tölvuverslun í Reykjanesbæ þaðan sem þjófarnir högðu á brott með sér nokkrar fartölvur. Þeir brutu sér leið inn um aðaldyr verslunarinnar.
Þá var brotist inn í þrjá bíla í Sandgerði. Þjófarnir höfðu á brott með sér staðsetningartæki, sem mun vera eftirsótt þýfi um þessar mundir. Jafnframt hurfu radarvarar. Einnig var rótað í tveimur bílum sem stóðu ólæstir.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn þessara mála og biður þá að hafa samband sem hugsanlega geta gefið einhverjar upplýsingar, t.d. um grunsamlegar mannaferðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024