Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í Tjarnagrill - Þjófarnir rúma mínútu að láta greipar sópa
Fimmtudagur 10. nóvember 2011 kl. 13:20

Brotist inn í Tjarnagrill - Þjófarnir rúma mínútu að láta greipar sópa

Brotist var inn í söluturninn Tjarnagrill í Innri-Njarðvík á sjötta tímanum í nótt. Þrír hettuklæddir menn brutu þá rúðu á bakdyrum verslunarinnar og höfðu á brott með sér töluvert magn af sígarettum, einnig höfðu þeir á brott með sér peningaskáp af skrifstofu verslunarinnar. Einn af eigendum Tjarnagrills sagði í samtali við VF að af myndbandsupptökum mætti ætla að hér hafi verið þrír ungir karlmenn á ferðinni en þeir voru allir klæddir hettupeysum og með hanska á höndum.

Einn þeirra var klæddur Bláum Etnis skóm númer 46, svartri g-unit hettupeysu og joggingbuxum. Þjófarnir voru allir með klúta fyrir andliti og líklegt að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þeir framkvæmi svona verknað en samkvæmt eiganda voru þeir aðeins í rétt rúma mínútu inn í versluninni og höfðu þá látið greipar sópa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eigandi vildi koma því á framfæri að fundarlaunum væri heitið fyrir upplýsingar sem leiða til þess að þjófarnir náist en hafa má samband í síma 4217676 eða í 8939959.