Brotist inn í þrjá bíla
Tilkynnt um innbrot í þrjár bifreiðar á bifreiðastæði við Iðavelli nr. 9 eftir hádegi í gær. Innbrotsþjófarnir höfðu stolið tveimur geislaspilurum, einu bassa boxi og einni fartölvu.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og einn á Grindavíkurvegi. Sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var kærður fyrir að stöðva ekki á stöðvunarskyldu