Brotist inn í söfnunarkassa skátafélags
	Þrjú þjófnaðarmál voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Brotist var inn í dósasöfnunarkassa skátafélags en ekki er vitað um verðmæti þess magns sem stolið var.
	Þá var tilkynnt um þjófnað á nær 130 þúsunda króna úlpu úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
	Loks var brotist inn í bílskúr og þaðan stolið hjólsög og tveimur borvélum.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				