Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brotist inn í nýbyggingu í Vogum
Miðvikudagur 27. apríl 2005 kl. 09:48

Brotist inn í nýbyggingu í Vogum

Í gærmorgun var tilkynnt um innbrot í nýbyggingu við Stóru-Vogaskóla í Vogum.  Búið var að kasta nöglum í einangrunarplast og dreifa rörabútum um gólfin. Svipaður atburður átti sér stað um síðustu helgi. 

Seinna sama dag kom íbúi úr Keflavík á lögreglustöðina og tilkynnti að tveimur reiðhjólum í hans eigu hafi verði stolið fyrir um þremur vikum síðan. Hjólin höfðu verið læst í hjólagrind fyrir utan húsið.  Hjólin eru af gerðinni Prostyle Tiger, grá að lit.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024