Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í Gula húsið
Fimmtudagur 11. mars 2010 kl. 09:07

Brotist inn í Gula húsið


Brotist var inn í Gula húsið, félagsheimili knattspyrnudeildar Grindavíkur, í fyrrinótt. Þetta er í þriðja skipti á rúmu ári sem brostist er inn í húsið.
Á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir að einhver sem þekki til starfsemi hússins hafi brotist þar inn í nótt því eftir að hafa spennt upp glugga og skemmt fór innbrotsþjófurinn beint inn á skrifstofu knattspyrnudeildar og braut upp skúffur þar sem verðmæti eru geymd. Að þessu sinni hafði innbrotsþjófurinn lítið upp úr krafsinu en skemmdir urðu á innanstokksmunum. Þeir sem urðu varir við mannaferðir í bænum í nótt, sérstaklega nálægt Gula húsinu, eru beðnir að láta lögreglu vita.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/www.grindavik.is - Börn við knattspyrnuiðkun á íþróttasvæðinu. Í baksýn er Gula húsið sem hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum.