Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í grunnskóla Grindavíkur
Mánudagur 18. febrúar 2013 kl. 12:15

Brotist inn í grunnskóla Grindavíkur

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um innbrot í Grunnskóla Grindavíkur síðdegis í gær. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang kom í ljós að sagaðar höfðu verið í sundur keðjur sem læstu álmu þar sem eru kennslurými og bókasafn.

Ekki var séð í fljótu bragði að neinu hefði verið stolið og engin ummerki voru á skólabyggingunni sem bentu til innbrots. Er helst talið að útidyrahurð hafi verið kviklæst og skemmdarvargarnir komist inn með þeim hætti. Lögreglan rannsakar málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024