Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brotist inn í golfskálann í Grindavík
Miðvikudagur 14. apríl 2004 kl. 16:35

Brotist inn í golfskálann í Grindavík

Brotist var inn í golfskálann í Grindavík í gær. Ekki er vitað hve miklu var stolið en sjálfsali sem er í skálanum var spenntur upp og 100 krónu mynt stolið úr honum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar í Keflavík er talið að brotist hafi verið inn í skálann eftir klukkan 17 í gær. Ekki er vitað hver eða hverjir hafi verið þarna að verki.

Mynd: Frá golfvellinum í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024